Árásarmanna enn leitað

Skotið á bíl við Ingvar Helgason bílaumboðið
Skotið á bíl við Ingvar Helgason bílaumboðið mbl.is/Árni Sæberg

Fjölmennt lið lögreglu vinnur að rannsókn á skotárásinni sem gerð var í gærkvöldi og hefur notið við það aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Einn hefur verið handtekinn en enn er tveggja til þriggja grunaðra manna leitað.

Lögreglan fékk tilkynningu um fyrirsát og skotárás á bifreið í Bryggjuhverfinu í Reykjavík um klukkan átta í gærkvöldi. Talið er að þrír einstaklingar hafi setið fyrir einum og að tveimur skotum hafi verið hleypt af en engan sakaði. Árásarmennirnir voru grímuklæddir, og skutu á bíl manns og eltu hann á bílum. Maðurinn komst undan og á lögreglustöðina við Hverfisgötu.

Verulegar skemmdir urðu á bifreið fórnarlambsins.

Lögreglan telur að árásin tengist fíkniefnaviðskiptum á einhvern hátt en verst frekari frétta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert