Fólk geti skilað íbúðum

Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar

Gefa á skuldurum tækifæri til að skila íbúðum sínum og fá skuldir felldar niður ef almenn úrræði duga ekki til að þeir geti ráðið við íbúðarlánin. Kemur þetta fram í tillögu að stjórnmálaályktun Sjálfstæðisflokksins sem Illugi Gunnarsson þingmaður kynnti á landsfundi í morgun.

Illugi sagði í umræðunum að forsenda þessa svonefnda „lyklafrumvarps“ sé það grundvallaratriði í stefnu Sjálfstæðisflokksins að sem flestir Íslendingar geti búið í eigin húsnæði. Vegna forsendubrests þurfi að grípa til umfangsmikilla aðgerða til að leiðrétta skuldastöðu heimilanna. Í þeim tilvikum sem úrræðin dugi ekki þurfi fólk að eiga manneskjulega leið út. Þetta er tímabundið úrræði.

Eftir stuttar umræður var tillögunni vísað til stjórnmálanefndar til umfjöllunar og samræmingar. Hún starfar undir forystu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur þingflokksformanns.

Afgreiðsla ályktana frá starfshópum hefst klukkan 12.

Bein útsending er frá fundinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka