Fólk geti skilað íbúðum

Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar

Gefa á skuld­ur­um tæki­færi til að skila íbúðum sín­um og fá skuld­ir felld­ar niður ef al­menn úrræði duga ekki til að þeir geti ráðið við íbúðarlán­in. Kem­ur þetta fram í til­lögu að stjórn­mála­álykt­un Sjálf­stæðis­flokks­ins sem Ill­ugi Gunn­ars­son þingmaður kynnti á lands­fundi í morg­un.

Ill­ugi sagði í umræðunum að for­senda þessa svo­nefnda „lykla­frum­varps“ sé það grund­vall­ar­atriði í stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins að sem flest­ir Íslend­ing­ar geti búið í eig­in hús­næði. Vegna for­sendu­brests þurfi að grípa til um­fangs­mik­illa aðgerða til að leiðrétta skulda­stöðu heim­il­anna. Í þeim til­vik­um sem úrræðin dugi ekki þurfi fólk að eiga mann­eskju­lega leið út. Þetta er tíma­bundið úrræði.

Eft­ir stutt­ar umræður var til­lög­unni vísað til stjórn­mála­nefnd­ar til um­fjöll­un­ar og sam­ræm­ing­ar. Hún starfar und­ir for­ystu Ragn­heiðar El­ín­ar Árna­dótt­ur þing­flokks­for­manns.

Af­greiðsla álykt­ana frá starfs­hóp­um hefst klukk­an 12.

Bein út­send­ing er frá fund­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert