Bændur hafa verið skyldaðir til að setja eyrnamerki í bæði eyru nautgripa sem fæddir eru eftir 1. nóvember sl. Týni eldri gripir merki skulu þeir og endurmerktir með merkjum í bæði eyru.
Búnaðarsamband Suðurlands vekur athygli bænda á þessu.
Nýju reglurnar eru samkvæmt reglugerð sem sett var til að fullnægja Evrópureglum um að koma á kerfi fyrir auðkenningu og skráningu nautgripa og um merkingar nautakjöts og nautakjötsafurða.
Búnaðarsambandið gagnrýnir undirbúning að upptöku kerfisins. Matvælastofnun hafi ekki komið upplýsingum um þessar nýju reglur á framfæri með áberandi hætti né heldur hafi pantanakerfi MARK verið uppfært þannig að hægt sé að panta annað sett við áður pöntuð og ónotuð merki.