Norwegian hefur áætlunarflug til Íslands

Þota frá Norwegian hefur sig til flugs.
Þota frá Norwegian hefur sig til flugs. mbl.is/norwegian.no

Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian hefur ákveðið að hefja flug til Íslands og hefst það í júní. Flogið verðu þrisvar í viku milli Keflavíkur og Óslóar, til að byrja með aðeins yfir sumarið.

Frá þessu segir á vefsetrinu Túrista en þar staðfestir talskona félagsins áform þess um flug hingað til lands. Hún segir að markmið Norwegian sé að halda uppi ferðum milli Íslands og Noregs árið um kring.

Þetta hefur í för með sér aukna samkeppni á flugleiðinni milli Keflavíkur og Óslóar.  Ódýrustu flugmiðarnir, aðra leið, verða seldir á 399 norskar krónur sem jafngildir rúmum 8100 íslenskum. Við það bætast svo 60 norskar, um 1200 kr., fyrir hverja tösku sem innrituð er.

Norwegian er næst stærsta flugfélagið í Skandinavíu og þriðja stærsta lággjaldafélagið í Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert