Stjórn Íslensk kínverska viðskiptaráðsins skorar á innanríkisráðherra að samþykkja sem fyrst söluna á Grímsstöðum á Fjöllum. Fyrir öðru séu engin efnisleg rök.
„ Íslenskt atvinnulíf þarf á áræðnum fjárfestum að halda til að byggja upp öflugt atvinnulíf í landinu, að flokka þá eftir búsetu er aðeins til þess fallið að ýta fjárfestum almennt frá landinu þar sem fjárfestar hugsa hnattrænt en ekki eins og eyríki,“ segir í yfirlýsingu verslunarráðsins.
Erindi um kaup Kínverjans Huang Nubo á Grímsstöðum er nú til umfjöllunar í innanríkisráðuneytinu.