Dagskrá landsfundar Sjálfstæðisflokksins í dag hófst klukkan ellefu með því að tillaga að stjórnmálaályktun var kynnt og umræður hafnar.
Afgreiðsla ályktana frá starfshópum, framtíðarnefnd, siðanefnd og fjármálanefnd hefst klukkan 12.
Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður, hefur óskað eftir að ávarpa fundinn. Talar hann klukkan 14.
Frambjóðendur til formanns og varaformanns flytja ræður sínar klukkan 16. Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir gefa kost á sér í formannskjöri og Ólöf Nordal býður sig fram til að gegna áfram varaformannsembætti. Kosið verður á morgun, síðasta degi fundarins.
Bein útsending er frá fundinum á vef Sjálfstæðisflokksins.