Stjórnmálaályktun lögð fram

Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli

Dag­skrá lands­fund­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins í dag hófst klukk­an ell­efu með því að til­laga að stjórn­mála­álykt­un var kynnt og umræður hafn­ar.

Af­greiðsla álykt­ana frá starfs­hóp­um, framtíðar­nefnd, siðanefnd og fjár­mála­nefnd hefst klukk­an 12.

Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi formaður, hef­ur óskað eft­ir að ávarpa fund­inn. Tal­ar hann klukk­an 14.

Fram­bjóðend­ur til for­manns og vara­for­manns flytja ræður sín­ar klukk­an 16. Bjarni Bene­dikts­son og Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir gefa kost á sér í for­manns­kjöri og Ólöf Nor­dal býður sig fram til að gegna áfram vara­for­mann­sembætti. Kosið verður á morg­un, síðasta degi fund­ar­ins.

Bein út­send­ing er frá fund­in­um á vef Sjálf­stæðis­flokks­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert