Þrennt bjargaði Íslendingum

Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður, ávarpar landsfund.
Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður, ávarpar landsfund. mbl.is/Árni Sæberg

Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðsins og fyrr­ver­andi formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, ávarpaði lands­fund Sjálf­stæðis­flokks­ins og sagði að þrennt réði því að Íslend­ing­ar séu ekki í sömu vand­ræðum og t.d. evru­lönd­in.

Þetta væri, að Íslend­ing­ar hefðu  búið í hag­inn fyr­ir sig greitt niður op­in­ber­ar skuld­ir í stór­um stíl eft­ir 1995. Íslend­ing­ar hefðu kom­ist að þeirri niður­stöðu sam­stund­is eft­ir banka­hrunið að þeim bæri ekki að greiða skuld­ir óreiðumanna og Íslend­ing­ar höfðu sína eig­in mynt. 

En tæki­fær­inu, sem gafst til að kom­ast hratt og vel áfram eftir­köst banka­hruns­ins hefði verið glutrað þegar nú­ver­andi stjórn­völd­um skolaði inn í stjórn­ar­ráðið við bumbuslátt búsáhalda. Þess vegna færi nú fram eigna­upp­taka í land­inu og þess vegna fari tæki­fær­in for­görðum. Þess vegna hefðu lof­orð eins og skjald­borg og nor­ræn vel­ferð orðið að al­menn­um háðsyrðum í ís­lensku máli.

„Rík­is­stjórn­in lofaði há­stöf­um að tryggja nor­ræna vel­ferð. Og hvaða kosti býður hún upp á til að tryggja nor­ræna vel­ferð? Jú þá, að þeir sem vilja vel­ferð geta flutt út með Nor­rænu," sagði Davíð.

Davíð sagði að Íslend­ing­ar ættu það inni, að ná sér í strik. Það mætti ekki varna þeim veg­ar og leggja steina í göt­una en það yrði að varpa af þeim klafa, sem lagður hefði verið að óþörfu.

Sjálf­stæðis­menn ættu á lands­fund­in­um að heita því að gera allt sem þeir mættu til að veita lands­mönn­um tæki­færi.

Keppt í pylsu­áti

Davíð sagði m.a. í ræðu sinni að á lands­fundi Vinstri grænna ný­lega hefðu aðeins verið tvö atriði á skemmti­dag­skrá fund­ar­ins. Fyrst hafi verið keppt í pylsu­áti og þar áttu menn að keppa í að éta ofan í sig. „Árni Þór Sig­urðsson vann," sagði Davíð.

„Svo var Stein­grím­ur J. Sig­fús­son lát­inn segja satt í sam­fellt tvær mín­út­ur og sá vann sem sein­ast leið yfir á fund­in­um. Björn Val­ur Gísla­son vann."

Frá landsfundi Sjálfstæðisflokkssins í Laugardalshöll.
Frá lands­fundi Sjálf­stæðis­flokkss­ins í Laug­ar­dals­höll.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert