200 skrá sig í borgaralega fermingu

Yfir 200 ungmenni hafa skráð sig í borgaralega fermingu á vegum Siðmenntar á árinu 2012.

Samtökin segja að mikil aukning hafi verið á þátttöku ungmenna í fermingarfræðslu Siðmenntar undanfarin ár.  Árin 2003-2005 voru þátttakendur um 90, árin 2006-2009 um 115, árið 2010 voru það 162 ungmenni sem völdu þennan kost. Síðasta  fermdust 195 ungmenni   á vegum félagsins og nú þegar hafa 200 ungmenni skráð sig í borgaralega fermingu 2012. Skráningu lýkur 30. nóvember.

Þá hefur athöfnunum fjölgað og á næsta ári verða í boði sex athafnir á fjórum stöðum:Tvær í Reykjavík, ein á Akureyri en þar verða um 25 ungmenni fermd, ein á Selfossi þar sem 6 fermast og síðan tvær athafnir í Salnum í Kópavogi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert