Ásthildur fékk flest atkvæði

Kosningar hafa sett svip sinn á landsfund Sjálfstæðisflokksins í dag.
Kosningar hafa sett svip sinn á landsfund Sjálfstæðisflokksins í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, fékk flest atkvæði í miðstjórnarkjöri Sjálfstæðisflokksins, sem fór fram á landsfundi flokksins í dag.

Aðrir, sem náðu kjöri, voru Elínbjörg Magnúsdóttir, Elín Káradóttir, Ólafur Jónsson, Einar Bárðarson, Sigþrúður Ármann, Jens Garðar Helgason, Sigurður Örn Ágústsson, Guðbjörg Pétursdóttir, Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen og Karen Elísabet Halldórsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert