Breytingar á skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins voru samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag.
Landsfundurinn felldi tillögu frá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra, um að tillögum framtíðarnefndar flokksins um breyttar skipulagsreglur yrði vísað til kjördæmisráða og síðan fjallað um þær á fundi flokksráðs á næsta ári.
Samkvæmt nýju reglunum er miðstjórn flokksins m.a. skylt að láta fara fram almenna kosningu
meðal flokksmanna um tiltekið málefni berist skrifleg ósk um það frá a.m.k. 5.000 flokksbundnum
félagsmönnum.
Tillögur um nýjar skipulagsreglur