Harðlínuöfl ofan á

Magnús Orri Schram.
Magnús Orri Schram.

Magnús Orri Schram, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir á bloggvef sín­um að við blasi að harðlínu­öfl und­ir for­ustu Davíðs Odds­son­ar hafi orðið ofan á í því sem lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins kalli mála­miðlun í Evr­ópu­mál­um.

„Mála­miðlun um að hætta við og kjósa um að kjósa. Því­lík nálg­un á mik­il­væg­asta úr­lausn­ar­efni sam­tíma okk­ar; framtíð gjald­miðils- og pen­inga­mála þjóðar­inn­ar sem sit­ur uppi með verðlaus­an og verðtryggðan gjald­miðil í höft­um eft­ir 18 ára „sælu­ríki“ Sjálf­stæðis­flokks­ins," seg­ir Magnús.

Hann seg­ir að ef Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn kemst í stjórn eft­ir 18 mánuði verði viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið vænt­an­lega lokið.

„Þá vilji sjálf­stæðis­menn sem sagt að ráðist verði í þjóðar­at­kvæðagreiðslu um hvort samn­ing­ur skuli fara í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Þjóðin á að ákveða hvort þjóðin á að ákveða.  Stund­um verða mála­miðlan­ir að bastörðum," seg­ir Magnús.

Bloggvef­ur Magnús­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert