„Ég er óendanlega þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fékk hér á fundinum,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við MBL Sjónvarp strax eftir að úrslitin lágu fyrir.
Bjarni fékk 727 atkvæði af 1.323 atkvæðum í formannskjörinu eða 55% en Hanna Birna Kristjánsdóttir fékk 577 atkvæði eða um 44%. 10 atkvæði voru auð eða ógild.
„Við förum héðan út með birtu í brjósti og sigurvissu í hjarta," sagði Bjarni þegar hann sleit landsfundinum laust eftir klukkan 16.