Ólöf kjörin varaformaður

Ólöf Nordal og Bjarni Benediktsson, formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Ólöf Nordal og Bjarni Benediktsson, formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Ólöf Nordal var endurkjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í dag. 

Alls var 1221 atkvæði greitt í kjörinu. Auðir seðlar og ógildir voru 44. Ólöf fékk 941 atkvæði eða 80% af gildum atkvæðum, Halldór Gunnarsson  fékk 101 atkvæði eða 9% og Hanna Birna Kristjánsdóttir 83 eða 7%.

Ólöf Nordal sagðist vera hrærð yfir þessum mikla stuðningi, sem hún hefði fengið í varaformannskjörinu.

„Þessi landsfundur hefur verið afar kraftmikill og mikilvægur fyrir okkur sjálfstæðismenn," sagði Ólöf og bætti við að fundurinn hefði markað tímamót í baráttunni gegn vinstri öflunum og ríkisstjórninni. „Nú er okkar næsta verkefni að koma henni frá," sagði Ólöf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert