Notkun skotvopna í tengslum við glæpastarfsemi gefur vísbendingu um aukna hörku í undirheimunum því er eðlilegt að lögreglan skoði hvernig hún sé í stakk búin til að takast á við slík verkefni. Segist Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur, óttast þó að ógnarjafnvægi skapist beri lögregla vopn.
Hann segir núverandi fyrirkomulag þar sem sérsveit lögreglunnar sinnir slíkum verkefnum hafi gefist vel hingað til.