Bótasvikin milljarður á ári

Ýmsar rannsóknir á bótasvikum hafa leitt í ljós að þeim …
Ýmsar rannsóknir á bótasvikum hafa leitt í ljós að þeim mun virkari sem atvinnuleitendur eru í atvinnuleit sinni, þeim mun minna er um bótasvik. mbl.is/Eggert

Áætlað er að á sein­ustu þrem­ur árum, eða frá því krepp­an skall á, nemi bóta­svik í at­vinnu­leys­is­bóta­kerf­inu um þrem­ur millj­örðum kr. Talið er að um­fang ásetn­ings­brota, þar sem ein­stak­ling­ar svíkja með ein­um eða öðrum hætti út at­vinnu­leys­is­bæt­ur, sé um 5% af heild­ar­greiðslum til at­vinnu­leys­is­bóta og nemi ein­um millj­arði á ári.

Þess­ar upp­lýs­ing­ar komu fram í er­indi Unn­ar Sverr­is­dótt­ur, for­stöðumanns stjórn­sýslu­sviðs Vinnu­mála­stofn­un­ar, á árs­fundi VMST, en fjallað er um mál þetta í frétta­skýr­ingu í Morg­un­blaðinu í dag.

Eft­ir­lit hef­ur verið hert og skilaði það góðum ár­angri í fyrra þegar sparnaður vegna eft­ir­lits­starf­semi VMST var var­lega áætlaður um 700 millj­ón­ir kr.

Stærri bóta­svika­mál eru að verða al­geng­ari og þeir sem verða upp­vís­ir að því að hafa svikið út bæt­ur geta þurft að end­ur­greiða háar fjár­hæðir. Í einu til­viki var þess kraf­ist að ein­stak­ling­ur end­ur­greiddi 2,5 millj­óna kr. of­greidd­ar bæt­ur að meðtöldu álagi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert