Bótasvikin milljarður á ári

Ýmsar rannsóknir á bótasvikum hafa leitt í ljós að þeim …
Ýmsar rannsóknir á bótasvikum hafa leitt í ljós að þeim mun virkari sem atvinnuleitendur eru í atvinnuleit sinni, þeim mun minna er um bótasvik. mbl.is/Eggert

Áætlað er að á seinustu þremur árum, eða frá því kreppan skall á, nemi bótasvik í atvinnuleysisbótakerfinu um þremur milljörðum kr. Talið er að umfang ásetningsbrota, þar sem einstaklingar svíkja með einum eða öðrum hætti út atvinnuleysisbætur, sé um 5% af heildargreiðslum til atvinnuleysisbóta og nemi einum milljarði á ári.

Þessar upplýsingar komu fram í erindi Unnar Sverrisdóttur, forstöðumanns stjórnsýslusviðs Vinnumálastofnunar, á ársfundi VMST, en fjallað er um mál þetta í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Eftirlit hefur verið hert og skilaði það góðum árangri í fyrra þegar sparnaður vegna eftirlitsstarfsemi VMST var varlega áætlaður um 700 milljónir kr.

Stærri bótasvikamál eru að verða algengari og þeir sem verða uppvísir að því að hafa svikið út bætur geta þurft að endurgreiða háar fjárhæðir. Í einu tilviki var þess krafist að einstaklingur endurgreiddi 2,5 milljóna kr. ofgreiddar bætur að meðtöldu álagi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka