Fengu greitt fyrir setu í ríkisfjármálanefnd

mbl.is/Kristinn

Átta þingmenn sem voru í forystu fyrir fjárlaganefnd Alþingis fengu á árunum 1995-2009 sérstaklega greitt fyrir vinnu við undirbúning fjárlaga. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Björns Vals Gíslasonar alþingismanns.

Í svarinu segir að formenn og varaformenn fjárlaganefndar hafi í gegnum árin fengið greiddar sérstakar þóknununareiningar fyrir störf í ríkisfjármálanefnd. Þetta eru þeir Einar Oddur Kristjánsson, Gunnar Svavarsson, Jón Kristjánsson, Kristján Þór Júlíusson, Magnús Stefánsson, Ólafur Örn Haraldsson, Sigbjörn Gunnarsson og Sturla Böðvarsson. Þeir fengu samtals greiddar liðlega 6 milljónir króna á þessu tímabili.

Þessum greiðslum var hætt árið 2009.

Svar fjármálaráðherra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert