Ferðakostnaðurinn nam 50 milljónum

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. mbl.is/Þorkell

Utanlandsferðir á vegum aðalskrifstofu og stofnana fjármálaráðuneytis fyrstu níu mánuði ársins 2011 voru 199 talsins.  Heildarkostnaður ráðuneytisins og stofnana þess vegna fargjalda og greiddra dagpeninga fyrstu níu mánuði ársins nam 49,7 milljónum kr.

Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Spurningar hans eru svohljóðandi:

  1. Hversu margar utanlandsferðir voru farnar á vegum ráðuneytisins og stofnana þess fyrstu níu mánuði þessa árs? Til hvaða lands eða landa var farið og í hvaða erindum?

  2. Hver var heildarkostnaður ráðuneytisins og stofnana þess vegna fargjalda og greiddra dagpeninga fyrstu níu mánuði ársins, sundurliðað eftir ráðuneyti og stofnunum?

Svar ráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert