Þrjátíu sagt upp störfum

Keflavik Flight Services var þjónustuaðili Iceland Express á Keflavíkurflugvelli.
Keflavik Flight Services var þjónustuaðili Iceland Express á Keflavíkurflugvelli.

Þrjá­tíu starfs­mönn­um Kefla­vik Flig­ht Services, sem var þjón­ustuaðili Ice­land Express, hef­ur verið sagt upp störf­um. Ice­land Express samdi við tékk­neska fé­lagið CSA Holi­days um að ann­ast flug fyr­ir sig eft­ir að Astr­eus fór í þrot en CSA er með samn­ing við þjón­ustu­fyr­ir­tækið IGS, dótt­ur­fé­lag Icelanda­ir Group. 

„Þetta er mjög sárt,“ seg­ir Hilm­ar Hilm­ars­son, eig­andi Kefla­vik Flig­ht Services. „Við feng­um bara sím­tal frá Ice­land Express í há­deg­inu, eft­ir að við vor­um búin að af­greiða all­ar vél­arn­ar sem fóru í morg­un, og okk­ur var sagt að við mynd­um ekki af­greiða fleiri vél­ar frá þeim,“ seg­ir Hilm­ar. IGS tók strax við og af­greiddi vél­arn­ar sem voru að koma til lands­ins og fara frá því seinnipart­inn. „Það var ekki mjög skemmti­lega farið að þessu og það er mjög leiðin­legt að þurfa að segja upp öllu starfs­fólki rétt fyr­ir jól. Þetta er ofboðslega gott fólk.“

Hilm­ar seg­ir að skoða þurfi laga­legu hliðarn­ar á mál­inu þar sem samn­ing­ur við Ice­land Express sé enn í gildi. Samn­ing­ur til sex ára var und­ir­ritaður í apríl. „Við fjár­fest­um mjög mikið til að koma þessu af stað. Það hafa farið mjög háar upp­hæðir í dýr­an tækja­búnað og þjálf­un. Þetta var stór og mik­ill pakki sem við fjár­fest­um í til að fara í þetta sam­starf með þeim og því er þetta mjög sárt.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert