Varðskip Landhelgisgæslu Íslands liggja nú öll bundin við bryggju en varðskipin Týr og Ægir eru nýkomin úr leiguverkefnum ytra.
Annríki hefur verið á Faxagarði að undanförnu vegna skipaflota Gæslunnar og mun Þór fljótlega halda til eftirlits á Íslandsmiðum.
Frá því að Þór kom til landsins hafa tæplega 15 þúsund manns heimsótt skipið og mun fleirum gefast tækifæri til þess því skipið mun heimsækja hafnir víðsvegar um landið.