Vopnaburður hefur aukist hér á landi og sérstaklega í tengslum við skipulagða glæpastarfsemi. Því þarf að skoða hvort auka þurfi viðbúnað hjá lögreglu í samræmi við þessa þróun t.a.m. hvort skotvopn ættu að vera til taks í lögreglubílum. Þetta er mat Steinars Adolfssonar, framkvæmdastjóra Landssambands lögreglumanna.
Of seint væri að bregðast við þessari þróun þegar fyrsti lögreglumaðurinn hefði týnt lífi sínu við störf sín. Hann segir jafnframt að þessi mál séu til skoðunar í nágrannalöndunum þar sem lögregla fæst við svipuð öfl og hafa verið að hasla sér völl hér á landi.