Yfir 300 milljóna kr. ferðakostnaður

Kostnaður vegna ferða á vegum HÍ nam um 237 milljónum …
Kostnaður vegna ferða á vegum HÍ nam um 237 milljónum kr. mbl.is/Ómar

Alls var farið í 1.404 ferðir á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins og undirstofnana þess á fyrstu 9 mánuðum þessa árs. Á tímabilinu 1. janúar til 30. september 2011 nam útlagður kostnaður ráðuneytisins vegna utanlandsferða samtals 31.026.254 kr.

Menntamálaráðherra segir að jafnframt hafi verið leitað upplýsinga hjá öllum stofnunum ráðuneytisins. Samkvæmt svörum þeirra þar sem ferðast var nam kostnaðurinn samtals 282.435.481 kr. Þar sker Háskóli Íslands sig úr með 237 milljónir kr.

Samtals gerir þetta um 313 milljónir kr. hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess.

Þetta kemur fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokksins.

Svar ráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert