Loka ef skattur verður lagður á

Ein­ar Þor­steins­son, for­stjóri járn­blendi­verk­smiðjunn­ar Elkem Ísland á Grund­ar­tanga, hef­ur sent öll­um þing­mönn­um, bæj­ar­full­trú­um og for­manni Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, póst þar sem skýrt er kveðið á um að verði hinn nýi kol­efn­is­skatt­ur að veru­leika þá muni það þýða enda­lok starf­semi verk­smiðjunn­ar.

Þetta kem­ur fram á vef Verka­lýðsfé­lags Akra­ness. Er þar vitnað í bréf Ein­ars þar sem m.a. stend­ur:

„Miðað við fram­leiðslu­áætlan­ir Elkem Ísland ehf. mun fyr­ir­huguð álagn­ing kol­efn­is­gjalds sem lögð verður á fé­lagið verða u.þ.b. 430.000.000 kr. árið 2013, 645.000.000 kr. árið 2014 og 860.000.000 kr. árið 2015. Fyr­ir­hugað kol­efn­is­gjald verður því meira en tvö­falt hærri upp­hæð en meðal­hagnaður fyr­ir­tæk­is­ins und­an­far­in tíu ár. Má því vera ljóst að all­ar for­send­ur fyr­ir frek­ari rekstri Elkem Ísland ehf. í framtíðinni verða gerðar að engu, en fyr­ir­tækið hef­ur verið ein af meg­in­stoðum at­vinnu­lífs á Vest­ur­landi í rúm­lega 30 ár.“

Á morg­un mun formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness ásamt odd­vit­um stjórn­mála­flokka í bæj­ar­stjórn eiga fund með þing­mönn­um Norðvest­ur-kjör­dæm­is vegna þessa máls og hefst fund­ur­inn kl. 12. Einnig munu mál­efni Sements­verk­smiðjunn­ar verða til um­fjöll­un­ar sem og sá gríðarlegi niður­skurður sem Heil­brigðis­stofn­un Vest­ur­lands hef­ur mátt þola að und­an­förnu, seg­ir á vef Verka­lýðsfé­lags Akra­ness.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert