Spjaldtölva jólagjöfin í ár

Spjaldtölvur munu væntanlega leynast í einhverjum jólapökkum í ár
Spjaldtölvur munu væntanlega leynast í einhverjum jólapökkum í ár Reuters

Rann­sókna­set­ur versl­un­ar­inn­ar spá­ir því að að jóla­versl­un­in auk­ist um 2,5% frá síðasta ári. Leiðrétt fyr­ir verðhækk­un­um er spáð sam­drætti um 2% að raun­v­irði. Jóla­gjöf­in í ár er, að sögn sér­stakr­ar dóm­nefnd­ar á veg­um rann­sókn­ar­set­urs­ins, spjald­tölva.

Rök­stuðning­ur dóm­nefnd­ar er að spjald­tölv­an höfði til fólks á öll­um aldri, allt frá ung­um börn­um til ömmu gömlu og afa.

„Ástæðan er að spjald­tölv­an er fyr­ir­ferðarlít­il með snerti­skjá sem ger­ir hana einkar auðvelda í notk­un. Spjald­tölv­an upp­fyll­ir kröf­ur not­enda um að vera alltaf tengd­ir við netið og geta þannig nýtt sér sam­skipti gegn­um sam­fé­lags­miðla og síma­teng­ing­ar. Hún veit­ir nýja mögu­leika á leikj­um, að hlusta á tónlist og stunda aðra dægra­dvöl. Þá eru raf­bæk­ur í spjald­tölv­um mjög að ryðja sér til rúms og nýir notk­un­ar­mögu­leik­ar eru kynnt­ir dag­lega. Spjald­tölv­ur má bæði nota í leik og starfi.

Sem dæmi um vin­sæld­ir spjald­tölv­unn­ar er að fullt er út úr dyr­um á not­enda­nám­skeiðum sem einn helsti söluaðila þeirra hér á landi held­ur reglu­lega. Þar er sam­an­komið fólk á öll­um aldri og af öll­um gerðum og stærðum. Spjald­tölv­ur eru dýr­ar og því má gera ráð fyr­ir að jóla­gjöf­in í ár verði að þessu sinni gjöf til allr­ar fjöl­skyld­unn­ar eða fleiri sam­ein­ist um eina gjöf. Tölu­verð aukn­ing hef­ur orðið í sölu á raf­tækj­um að und­an­förnu og velta ra­f­rækja­versl­ana hef­ur verið mun meiri það sem af er þessu ári en síðastliðin tvö ár. Þetta gef­ur vís­bend­ingu um að lands­menn séu að taka við sér og séu til­bún­ir að end­ur­nýja tækni­búnað fjöl­skyld­unn­ar," seg­ir í til­kynn­ingu.

Síðustu þrjú ár hef­ur velta jóla­versl­un­ar dreg­ist sam­an að raun­v­irði. Mest­ur var sam­drátt­ur­inn árið 2008 eða um 19% að raun­v­irði. Á síðasta ári var sam­drátt­ur­inn kom­inn niður í tæp 3%.

„Ýmis teikn eru á lofti sem benda til þess að jóla­versl­un­in geti hugs­an­lega orðið meiri en spá Rann­sókna­set­urs­ins ger­ir ráð fyr­ir. Þannig hef­ur orðið veru­leg aukn­ing í korta­veltu milli ára og vænt­inga­vísi­tala Gallup var 66% hærri í októ­ber síðastliðnum held­ur en í sama mánuði í fyrra. Meg­in­for­send­ur spár Rann­sókna­set­urs versl­un­ar­inn­ar er hins veg­ar raun­veru­leg veltuþróun smá­sölu­versl­un­ar það sem af er ár­inu," seg­ir í spá Rann­sókn­ar­set­urs versl­un­ar­inn­ar.

Meðaleyðsla í jóla­gjaf­ir 38 þúsund krón­ur

Áætlað er að heild­ar­velta smá­sölu­versl­ana í nóv­em­ber og des­em­ber verði tæp­lega 60 millj­arðar króna án virðis­auka­skatts.

Ætla má að hver Íslend­ing­ur verji að meðaltali um 38.000 kr. til inn­kaupa sem rekja má til jóla­halds­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert