Stal ilmvatni og fer í steininn

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 35 ára gamlan karlmann í 30 daga fangelsi fyrir að stela Armani-ilmvatni úr verslun í Smáralind í febrúar.

Ilmvatnið var metið á 9499 krónur. 

Maðurinn játaði brot. Hann hefur áður komið inn í réttarsali landsins og hlotið dóma fyrir ýmis brot, þar á meðal líkamsárás, þjófnaði og umferðarlagabrot. Með því að stela ilmvatninu rauf hann skilyrði reynslulausnar og var dómurinn nú því ekki skilorðsbundinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert