Stúdentaráð Háskóla Íslands fagnar því ákaft að atvinnulausir megi njóta jólanna með tug þúsunda bónus.
„Of margir fyrrum stúdentar eru á meðal þeirra sem þennan jólabónus þiggja að mati ráðsins og bíður ráðið með óþreyju eftir breytingu á því ástandi.
Þrátt fyrir 10% hækkun námslána sl. haust eru atvinnuleysisbætur sem og félagsbætur sveitarfélaga ennþá hærri en námslán.
Á sama tíma og hið opinbera hvetur fólk til náms vinnur kerfið því markvisst gegn því markmiði.
Nú bíða því núverandi stúdentar spenntir, eftir okkar jólabónus sem við borgum að sjálfsögðu til baka með vöxtum og verðbótum,“ segir í ályktun frá SHÍ.