Fá ekki desemberuppbót

Þeir sem fengu vinnu á síðustu vikum eða mánuðum fá ekki desemberuppbót frá Vinnumálastofnun þó að þeir hafi verið atvinnulausir í 10 mánuði á árinu. Óánægju gætir hjá sumum með þessa ráðstöfun.

Samkvæmt tilkynningu Vinnumálastofnunar fá atvinnuleitendur greidda desemberuppbót eins og í fyrra.  Reglurnar eru þær sömu, þ.e. þeir sem staðfesta atvinnuleit frá 20. nóvember til 3. desember og hafa verið á 100% bótum í 10 mánuði á árinu 2011 fá greitt að fullu kr. 63.457.

Þetta þýðir að manneskja sem að skráði sig af bótum í t.d. okt á þessu ári fær ekkert þrátt fyrir að hafa náð þessum tilsettu 10 mánuðum sem farið er fram á, á meðan manneskja sem að t.d. skráði sig á bætur í ágúst á þessu ári og hefur hlutfallslega færri mánuði fær uppbótina.

Viðmælandi mbl.is hafði samband við Vinnumálastofnun sem og velferðarráðuneytið og fékk þau svör að ekkert væri hægt að gera, en margir hefðu lýst óánægju með þetta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka