Innbrot í tölvuverslun

Brotist var inn í tölvuverslun í Smárahverfi í Kópavogi um klukkan hálf fimm í nótt. Þjófavarnarkerfi fór í gang við innbrotið, en þegar lögregla kom á staðinn voru þjófarnir á bak og brott.

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu spenntu þjófarnir upp hurð og þegar inn var komið tóku þeir átta tölvuskjái.

Á upptöku úr öryggismyndavél sést að þjófarnir voru inni í versluninni í mjög stuttan tíma og voru fljótir að láta greipar sópa. Verið er að rannsaka upptökuna, en hugsanlega er hægt að bera kennsl á þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka