Mikil umferð þrátt fyrir viðvörun

Umferð á Hellisheiði. Mynd úr myndasafni
Umferð á Hellisheiði. Mynd úr myndasafni Rax / Ragnar Axelsson

Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu á tíunda tímanum í morgun um að hestakerra hefði fokið utan í bíl á Hellisheiði, en þar er nú mjög hvasst og hált og hefur Vegagerðin varað við umferð á svæðinu.

Engin slys urðu á fólki við fok kerrunnar. Að sögn vegfaranda sem er á ferð um heiðina er þar mikil umferð og ekki að sjá að viðvaranir Vegagerðarinnar hafi haft mikil áhrif. Lögreglan á Selfossi segir að slíkar viðvaranir hafi ekki mikil áhrif, umferð minnki í mesta lagi um 1-2%.

Selfosslögreglunni hafa borist tilkynningar um fjölda ýmiss konar umferðaróhappa, en engin slys munu hafa orðið á fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert