Óveður í nágrenni Víkur

mbl.is/Jónas Erlendsson

Óveður er í kringum Vík í Mýrdal, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálka og snjókoma er á Hellisheiði og hálka á Sandskeiði og í Þrengslum. Snjór, hálka og hálkublettir eru í uppsveitum og víða um sunnanvert landið.

Snjór og snjókoma er á Vatnaleið, hálka á Fróðárheiði, hálka og éljagangur á Bröttubrekku og snjór og éljagangur á Holtavörðuheiði. Snjór er víða á vegum og snjókoma víða annars staðar á Vesturlandi.

Á Vestfjörðum er víðast hvar nokkur hálka. Þungfært er á Hrafnseyrarheiði.

Á Norðurlandi er snjór á vegum, hálka og éljagangur, einnig er snjókoma á Vatnsskarði. Hálka og éljagangur er á Fljótsheiði og vestan við Mývatn.

Á Austurlandi er hálka á Fjarðarheiði og Breiðdalsheiði og hálkublettir á Oddskarði. Snjóþekja er á Öxi.

Á Suðausturlandi er hálka frá Skeiðarársandi vestur á Mýrdalssand.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert