Um þrefalt meiri framleiðsla en er í dag

Gróðurhús Geogreenhouse verður 5 hektarar að stærð í 1. áfanga.
Gróðurhús Geogreenhouse verður 5 hektarar að stærð í 1. áfanga. mbl.is/Geogreenhouse

Geogreenhouse, sem áformar að reisa gróðurhús við hlið Hellisheiðarvirkjunar, mun í fyrsta áfanga framleiða 3000-4000 tonn af tómötum á ári. Það er um þrefalt meira en íslenskir bændur framleiða í dag.

Öll framleiðslan verður flutt út til Bretlands, en Geogreenhouse er í samstarfi við erlendan aðila um sölu á framleiðslunni.

Viðræður standa nú yfir við hollenskan banka um að taka þátt í fjármögnun, en um er að ræða fjárfestingu upp á 2,4 milljarða króna í fyrsta áfanga. Þessi banki hefur tekið þátt í að fjármagna byggingu gróðurhúsa út um allan heim.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segja Sigurður Kiernan og Sveinn Aðalsteinsson, stjórnendur Geogreenhouse, að mjög raunhæft sé að framleiða tómata á Íslandi og selja þá til Bretlands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert