Ætla ekki að tvískatta

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra.
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra. mbl.is/SteinarH

„Mín viðbrögð eru þau sömu og þau voru í gær, við erum að skoða þetta vand­lega og það er ekki okk­ar ætl­un að tví­skatta, við erum að horfa til þess að þess­ir aðilar verða aðilar að viðskipta­kerfi  Evr­ópu­sam­bands­ins (ETF) árið 2013 þannig að menn verða bara að skoða þetta yf­ir­vegað og menn eru að því,“ seg­ir Katrín Júlí­us­dótt­ir iðnaðarráðherra og bæt­ir við að hún sé sann­færð um að það ná­ist far­sæl niðurstaða um kol­efn­is­skatt­inn.

Mbl.is greindi frá því fyrr í dag að aðilar í kís­iliðnaðnum hefðu áhyggj­ur af því að orðspor lands­ins og trú­verðug­leiki þess til að fara í fjár­fest­ing­ar í svona orku­frekn­um iðnaði hefði skaðast gríðarlega. Katrín gef­ur ekki mikið fyr­ir full­yrðing­ar þess efn­is og bend­ir á það að Ísland standi vel hvað það varðar að hér á landi sé ágæt­is­skattaum­hverfi, boðið sé upp á fjár­fest­inga­samn­inga í gegn­um íviln­andi lög­gjöf og græna orku fyr­ir þenn­an iðnað. Hún bæt­ir við að Ísland sé mjög sam­keppn­is­fært við önn­ur ríki í þess­um efn­um.

„Það eru breyt­inga­tím­ar núna vegna þess að við erum að fara inn í viðskipta­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins og ég tel að þarna höf­um við farið aðeins fram úr okk­ur, það sem er verið að skatt­leggja í þess­um efn­um í föst­um kol­efn­um út í Evr­ópu er á al­menna notk­un ekki á þá aðila sem falla und­ir viðskipta­kerfið,“ seg­ir Katrín sem bæt­ir við að ákveðið hafi verið að fara inn í viðskipta­kerfi ESB árið 2009 í sam­ráði við at­vinnu­lífið og að það hafi eng­in stefnu­breyt­ing orðið á því.

„Það verða eng­in áform eða nú­ver­andi fyr­ir­tæki skatt­lögð hér landi með þess­um hætti,“ seg­ir Katrín.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert