Berit fer milli Íslands og Færeyja

Veðurmynd af vef Einars sýnir Berit á leið milli Íslands …
Veðurmynd af vef Einars sýnir Berit á leið milli Íslands og Færeyja.

Danska veður­stof­an spá­ir fár­viðri í Fær­eyj­um í kvöld og nótt en óveðurs­lægð er nú á norðaust­ur­leið milli Íslands og Fær­eyja. Fram kem­ur á veður­vef Ein­ars Svein­björns­son­ar, að norska veður­stof­an hafi gefið lægðinni nafnið Ber­it en hún er tal­in munu valda usla í Nor­egi á morg­un.

Ein­ar seg­ir, að lægðin muni herja á Háloga­land og Norður-Nor­eg á morg­un, en einkum þó annað kvöld.

Lægðin sé sér­lega skeinu­hætt fyr­ir það hversu kröpp hún er og þá einkum sunn­an og aust­an lægðarmiðjunn­ar.

Gert er ráð fyr­ir að í kvöld verði dimm hríð á fjall­veg­um Aust­fjarða, en krapi í byggð. Gera má ráð fyr­ir snörp­um vind­hviðum, allt að 30-40 metr­um á sek­úndu frá um kl. 19 til 20 sunn­an und­ir Vatna­jökli og áfram aust­ur fyr­ir Horna­fjörð í Beru­fjörð. Veðrið geng­ur hratt yfir og tek­ur að lægja  upp úr miðnætti.

Veður­vef­ur Ein­ars

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert