Bókað var á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag, að nefndin samþykki að hefja á vettvangi nefndarinnar undirbúning þverpólitískrar áætlunar um minnkað vægi verðtryggingar á íslenskum fjármálamarkaði.
Segir í bókuninni, að umrædd áætlun verði lögð fram sem þingmál og stefnt sé að því að leggja málið fram fyrir 15. febrúar 2012.