Lánin verða felld niður

Íslands­banki ætl­ar á næstu dög­um að til­kynna þeim sem tóku lán vegna kaupa á stofn­fé í Byr Spari­sjóði og Spari­sjóði Norðlend­inga að lán þeirra hafi verið felld niður. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá bank­an­um.

„Hæstirétt­ur Íslands dæmdi í dag í mál­um milli stofn­fjár­eig­enda Byrs og Íslands­banka og sýknaði stofn­fjár­eig­end­ur í Byr spar­jóði af kröf­um bank­ans um greiðslu skuld­ar. Hæstirétt­ur staðfesti niður­stöðu héraðsdóms sem hafði sýknað með þeim rök­um að, vegna at­vika við samn­ings­gerðina og stöðu aðila og at­vika sem síðar komu til, sé ósann­gjarnt af Íslands­banka að bera láns­samn­ing fyr­ir sig að því leyti sem hann fel­ur í sér rétt til að leita fulln­ustu á greiðslu­skyldu stefnda í öðru en hinum veðsettu stofn­fjár­bréf­um og arði af þeim.

Um var að ræða próf­mál um lán­veit­ingu Glitn­is banka til yfir 400 ein­stak­linga og yfir 20 fyr­ir­tækja til að fjár­magna stofn­fjáraukn­ing­ar í Byr Spari­sjóði og Spari­sjóði Norðlend­inga á ár­un­um 2007 og 2008. Veðand­lag lán­anna var stofn­bréf í spari­sjóðunum tveim­ur. Íslands­banki höfðaði próf­mál­in fjög­ur í sam­komu­lagi við lög­menn viðkom­andi lán­tak­enda. Íslands­banki mun á næstu dög­um til­kynna ein­stök­um lán­tak­end­um að lán þeirra hafi verið felld niður.

Íslands­banki fagn­ar því að niðurstaða hafi nú feng­ist í málið,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert