Skrifuðu meðmælabréf fyrir Björgólf

Björgólfur Guðmundsson
Björgólfur Guðmundsson mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Sendiherra Íslands í Moskvu og Íslandsbanki sendu árið 1995 meðmælabréf sem Björgólfur Guðmundsson kaupsýslumaður notaði til að komast inn í rússneskt viðskiptalíf. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld.

Björgólfur var á þessum tími að eignast Baltic-gosdrykkjaverksmiðjuna í Rússlandi, en Ingimar Ingimarsson hefur sakað Björgólf um að hafa falsað pappíra til að komast yfir verksmiðjuna.

Sendiherra Íslands í Moskvu skrifaði bréf þar sem afskipti Björgólfs af íslensku viðskiptalífi voru rakin, en ekkert er þar þó minnst á svokallað Hafskipsmál. Íslandsbanki skrifaði ennfremur bréf þar sem segir að Björgólfur hafi verið skilvís viðskiptavinur bankans í mörg ár. Í Kastljósi sagði að á þessum tíma hefði Íslandsbanki höfðað mál gegn Björgólfi vegna ógreiddrar skuldar, en því máli tapaði bankinn. Útvegsbankinn, einn af forverum Íslandsbanka, varð einnig fyrir tapi vegna Hafskips.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert