Standandi frá Skaganum í bæinn

Strætisvatn. Mynd úr myndasafni.
Strætisvatn. Mynd úr myndasafni. mbl.is

Gert er ráð fyrir plássi fyrir standandi farþega í þeim strætisvögnum sem fara á  milli Akraness og Mosfellsbæjar, samkvæmt nýju útboði Strætó bs. Annar af tveimur almenningsvögnum á að vera tæplega 15 metrar að lengd.

Í frétt á vefsíðu Skessuhorns segir að þeir sem hafi hug á að bjóða í verkið hafi harðlega mótmælt þessu, enda sé ólöglegt að vera án öryggisbelta í ökutækjum.

Þá megi heldur varla hreyfa vind, á þessu vindasama svæði, til þess að 15 metra langur vagn komist ekki leiðar sinnar. Nú þegar falla strætóferðir niður á þessari leið fari vindhviður yfir 30 m/sek á Kjalarnesi. Því megi gera ráð fyrir að stærri vagnar en nú eru notaðir muni taka á sig enn meiri vind.

Í samtali við Skessuhorn segist Reynir Jónsson framkvæmdastjóri Strætó bs.ekki mega tjá sig um útboðið.

Frétt Skessuhorns

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert