Vara við kolefnisgjaldi á aðföng

Þegar stóriðjufyrirtæki færast undir evrópska viðskiptakerfið er ekki gert ráð …
Þegar stóriðjufyrirtæki færast undir evrópska viðskiptakerfið er ekki gert ráð fyrir skattlagningu þeirra með kolefnisgjaldi. mbl.is/ÞÖK

Skattur á kolefni í föstu formi stefnir í tvísýnu uppbyggingu kísilvers í Helguvík og dregur talsvert úr líkunum á því að áform um kísilver við Húsavík verði að veruleika.

Þetta er álit fjárfestingarsviðs Íslandsstofu en starfsemi þess heyrir undir stjórnvöld og hefur að markmiði að laða erlenda fjárfesta til Íslands. „Þá eykst óvissan um eitt fjárfestingarverkefni sem snýst um endurvinnslu á málmi hér á landi,“ segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Ákvörðun um að leggja kolefnisgjöld á aðföng þýði annaðhvort að Ísland hætti þátttöku í evrópska viðskiptakerfinu með losunarheimildir eða sé meðvituð ákvörðun um tvöfalda gjaldlagningu á hluta íslensks iðnaðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert