Andvíg ákvörðun Ögmundar

Grímsstaðir á Fjöllum. Herðubreið í baksýn.
Grímsstaðir á Fjöllum. Herðubreið í baksýn. Reuters

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir í sam­tali við vef­ritið Smuguna að hún sé afar ósátt við ákvörðun Ögmund­ar Jónas­son­ar inn­an­rík­is­ráðherra um að synja beiðni Huang Nubo um und­anþágu til að kaupa Grímsstaði á Fjöll­um.

Jó­hanna seg­ir í viðtal­inu að ákvörðunin sé tek­in í and­stöðu við ráðherra Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og þing­menn hafi auk þess lýst sig ósátta við málið á þing­flokks­fundi í dag. ,,Það er ósætti um málið, það er óhætt að segja það.“

Jó­hanna seg­ir að ákvörðunin sé þó á borði Ögmund­ar. „Ég var þó mjög ósátt við að Ögmund­ur Jónas­son hafi til­kynnt um ákvörðun sína fyr­ir rík­is­stjórn­ar­fund. Ég tel að ákvörðun af þess­ari stærðargráðu hefði átt að ræða við rík­is­stjórn­ar­borðið þótt hún liggi lög­form­lega hjá ráðherr­an­um. Rík­is­stjórn­in vill auka er­lenda fjár­fest­ingu og upp­bygg­ingu í ferðaþjón­ustu og við þurf­um sár­lega á er­lendri fjár­fest­ingu að halda,“ seg­ir Jó­hanna við Smuguna.

Aðspurð hvort það sé titr­ing­ur í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu vegna máls­ins seg­ir Jó­hanna að rík­is­stjórn­in hafi ekki verið mynduð um landa­kaup Kín­verja.  „En þetta styrk­ir ekki rík­is­stjórn­ar­sam­starfið. Það er al­veg ljóst.“

Frétt Smugunn­ar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert