Hagfræðistofnun skoði Vaðlaheiðargöng

Austan Vaðlaheiðar opnast göngin út í Fnjóskadal.
Austan Vaðlaheiðar opnast göngin út í Fnjóskadal. mbl.is

Óskað verður eftir því við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að hún vinni skýrslu um fyrirhugaðar framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng, í stað Ríkisendurskoðunar sem hafnaði verkefninu.

Sveinn Arason ríkisendurskoðandi mætti á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gær og ítrekaði þar þau sjónarmið sem fram komu í bréfi hans til nefndarinnar, að það væri ekki hlutverk Ríkisendurskoðunar að vinna slíka skýrslu og stofnunin væri auk þess vanhæf til verksins vegna tengsla hans við Kristján Möller, stjórnarformann Vaðlaheiðarganga hf.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir í Morgunblaðinu í dag, að nefndin muni ekki knýja Ríkisendurskoðun til að taka að sér verkefni sem hún vilji ekki vinna. Nefndarmenn sitji hins vegar eftir með margar spurningar sem enn sé á margan hátt ósvarað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert