Hagsmunir þjóðar mikilvægir

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar.
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar.

„Ráðherr­ann á að fara eft­ir lög­um og hann tel­ur sig vera að gera það. Ef meiri­hluti þing­manna tel­ur að lög­in séu ómögu­leg, þá eig­um við að breyta þeim,“ seg­ir Odd­ný G. Harðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, og vís­ar til af­greiðslu Ögmund­ar Jónas­son­ar, inn­an­rík­is­ráðherra, á um­sókn fé­lags Huangs Nu­bos um kaup á Gríms­stöðum á Fjöll­um.

Seg­ir Odd­ný mik­il­vægt að horfa til hags­muna Íslend­inga í þessu máli. Að sögn eru hags­mun­irn­ir einkum þeir að viðskipta­hug­mynd­in sem slík nái fram að ganga en hún þarf ekki endi­lega að byggj­ast á því að einka­hluta­fé­lagið eign­ist landið.

„Auðvitað eig­um við að nálg­ast þetta hluta­fé­lag og for­svars­menn þess og reyna að finna flöt á því að viðskipta­hug­mynd­in geti gengið áfram,“ seg­ir Odd­ný. 


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka