Harmar ákvörðun Ögmundar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

„Ég harma það mjög verði niðurstaða inn­an­rík­is­ráðherra til þess að fallið verði frá upp­bygg­ingaráform­um á Gríms­stöðum á fjöll­um,“ seg­ir Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, á Face­book-síðu sinni nú und­ir kvöld.

Eins og kunn­ugt er ákvað Ögmund­ur Jónas­son, inn­an­rík­is­ráðherra, að hafna beiðni kín­verska fjár­fest­is­ins Huang Nubo um und­anþágu til þess að kaupa land­ar­eign­ina að Gríms­stöðum á Fjöll­um en ákvörðunin hef­ur fengið hörð viðbrögð úr röðum Sam­fylk­ing­ar­fólks.

„Upp­bygg­ing ferðaþjón­ustu á lands­byggðinni og auk­in er­lend fjár­fest­ing í at­vinnu­líf­inu eru meðal mik­il­vægra mark­miða rík­is­stjórn­ar­inn­ar í at­vinnu- og efna­hags­mál­um. Ég tel mik­il­vægt að leitað verði leiða til að styðja við slík upp­bygg­ingaráform hvort sem fram­kvæmd­araðil­inn kem­ur frá EES eða lönd­um utan þess,“ seg­ir Jó­hanna enn­frem­ur

Face­book-síða Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert