Jökulsárlón stækkar ört

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi
Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mbl.is/Ómar

Jökulsárlón fer ört stækkandi og telja vísindamenn að hlýr sjór sem streymir inn í lónið flýti fyrir bráðnun Breiðamerkurjökuls. Áhyggjuefni sé hversu hratt hann hopar.

Jón Ólafsson, haffræðingur við Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnun, segir í samtali við vefsíðuna Ríki Vatnajökuls, að hann hafi að undanförnu skoðað hvað gerist þegar sjórinn flæðir inn í lónið. Sérstaklega er kannað hvaða hlutverki sjórinn hefur að gegna við að jökullinn hopar og bráðnar.

Helgi Björnsson jöklafræðingur hefur einnig unnið að rannsóknum á Breiðamerkurlóni og jöklinum.

Í samtali við Ríki Vatnajökuls segir Helgi að það sé öruggt mál að lónið eigi eftir að vaxa til muna. Þess varð fyrst vart árið 1933. Nú er það orðið 25 ferkílómetrar að flatarmáli og komið 7-8 kílómetra frá brúnni norður að jökuljaðrinum. Hann segir að við óbreytt loftslag stækki lónið enn frekar og muni jafnvel verða nokkrir ferkílómetrar til viðbótar eftir áratug.

Fréttin á vefsíðunni Ríki Vatnajökuls

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert