Kinnhestur frá Ögmundi

Grímsstaðir á Fjöllum.
Grímsstaðir á Fjöllum.

„Mér finnst þetta illa ígrunduð ákvörðun,“ seg­ir Aðal­steinn Árni Bald­urs­son, formaður stétt­ar­fé­lags­ins Fram­sýn­ar, um þá ákvörðun Ögmund­ar Jónas­son­ar inn­an­rík­is­ráðherra að hafna um­sókn Huang Nubo um að kaupa Grímsstaði á Fjöll­um.

„Þetta hefði al­veg gríðarlega mikla þýðingu fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Aðal­steinn. „Þarna er verið að tala um að fjár­festa fyr­ir millj­arða og með það í huga að auka ferðaþjón­ust­una og byggja hana upp á árs­grund­velli. Við búum svo vel að vera eitt eft­ir­sókna­verðasta svæði lands­ins hvað varðar nátt­úru en í dag er ferðaþjón­ust­an mjög öfl­ug þrjá mánuði árs­ins og svo búið.“

Aðal­steinn bend­ir enn frem­ur á að þarna hefði líka skap­ast tæki­færi til þess að ná til nýs markaðar, Kína, sem hefði ekki tek­ist að neinu marki áður.

Aðal­steinn seg­ir sér virðast sem allt vinni gegn at­vinnu­upp­bygg­ingu á svæðinu og sak­ar stjórn­völd um einelti. Hann hafi skiln­ing á því að menn vilji stíga var­lega til jarðar en seg­ir að skyn­sam­legra hefði verið að ganga að samn­ingaviðræðum frek­ar en að loka al­veg á fjár­fest­inn.

„Ég er ekki stór­eyg­ur yfir þessu né að segja að þetta eigi að vera hindr­un­ar­laust, að menn eigi bara að geta keypt upp Ísland. En hafi verið ein­hver vilji til þess að skoða það með hon­um hvort það væri grund­völl­ur til þess að koma til móts við hann að ein­hverju leyti og síðan myndi hann koma til móts við aðstæður okk­ar hér, þá hefði það kannski getað leitt til þess að báðir aðilar yrðu sátt­ir. Eða þá að þetta hefði bara sprungið og ekki orðið að neinu. En mér finnst að með þessu sé Ögmund­ur að gefa hon­um kinn­hest í stað þess að byrja á að at­huga hvort ekki væri hægt að kom­ast að mála­miðlun,“ seg­ir Aðal­steinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert