Listaverk undanþegin vaski

Fjár­málaráðherra hef­ur lagt fram á Alþingi frum­varp sem fel­ur í sér að fleiri lista­verk verði und­anþegin virðis­auka­skatti. Við breyt­ing­arn­ar er höfð hliðsjón af dönsk­um lög­um og virðis­auka­skatt­stil­skip­un­ar ESB.

Lista­verk­in sem verða und­anþegin virðis­auka­skatti eru mál­verk, teikn­ing­ar, pastel­mynd­ir, klippi­mynd­ir og áþekk vegg­skreyt­ispjöld, frum­verk af stung­um, þrykki, stein­prenti, frum­verk af högg­mynd­um og mynda­stytt­um, vegg­teppi, veggvefnaðar­vara, ein­stak­ir leir­mun­ir hand­gerðir að öllu leyti af lista­manni og merkt­ir hon­um, verk úr glerjuðum kop­ar og ljós­mynd­ir sem listamaður tek­ur, eru prentaðar af hon­um eða und­ir hans um­sjón, áritaðar og núm­eraðar að há­marki í 30 ein­tök­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka