Óviss um stuðning við stjórnina

Sigmundur Ernir Rúnarsson
Sigmundur Ernir Rúnarsson mbl.is/Ómar

Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ist vera að íhuga hvort hann haldi áfram stuðningi við rík­is­stjórn­ina. Hann sagði þetta í Kast­ljósi í kvöld þar sem rædd var ákvörðun Ögmund­ar Jónas­son­ar inn­an­rík­is­ráðherra að hafna um­sókn um Huang Nubo um að kaupa Grímsstaði á Fjöll­um.

Sig­mund­ur Ern­ir var mjög harðorður í garð inn­an­rík­is­ráðherra. Hann sagði að þetta væri gal­in ákvörðun og efaðist um laga­leg­ar for­send­ur henn­ar. Hann sagði eðli­legt að leitað yrði til óháðra lög­fræðinga um mat á lög­un­um. Ákvörðunin færi gegn þjóðar­hag og hún væri tek­in aðeins til að þjóna hópi inn­an VG.

Þegar Sig­mund­ur Ern­ir var spurður hvort hann styddi áfram rík­is­stjórn­ina sagði hann: „Ég tek meiri hags­muni fram yfir minni. Við erum í miðjum klíðum að end­ur­reisa þetta sam­fé­lag eft­ir hrika­lega hags­stjórn síðustu 20 ára. Þetta mál er ekki hluti af stjórn­arsátt­mála lands­ins að öðru leyti en því að við ætluðum að auka hér er­lenda fjár­fest­ingu sem Ögmund­ur Jónas­son er að hafna með þess­um hætti. Ég ætla að hugsa málið. Ég tel að þetta kunni að vera kornið sem fyll­ir mæl­inn.“

Ögmund­ur sagði að hann hefði farið að lög­um þegar hann tók þessa ákvörðun. All­ir lög­fræðing­ar ráðuneyt­is­ins hefðu verið sam­mála um hvernig ætti að túlka lög­in. Hann sagði að ef menn vildu opna fyr­ir kaup út­lend­inga á landi þá ættu menn að taka um það umræðu og breyta lög­un­um, en ekki fara á svig við þau líkt og gert var fyr­ir hrun.

Kast­ljós

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert