Risajaki á Jökulsárlóni

Ísjakinn er mjög stór.
Ísjakinn er mjög stór. Ljósmynd/Runólfur J. Hauksson

Jak­ar á Jök­uls­ár­lóni hafa farið minnk­andi á seinni árum. Í morg­un kom starfs­fólk sem sigl­ir með gesti á lón­inu auga risa­stór­an jaka, en hann er um 350 metr­ar í þver­mál þar sem hann er breiðast­ur.

Run­ólf­ur J. Hauks­son hef­ur síðustu fjög­ur ár haft það sem at­vinnu að sigla með ferðafólk um Jök­uls­ár­lón. Hann seg­ir að fyrsta sum­arið hafi verið þarna stór­ir ís­jak­ar, en síðan hafi ís­jak­arn­ir farið sí­fellt minnk­andi.

„Í morg­un gladdi það augu okk­ar starfs­fólks­ins að sjá að það var kom­inn einn risi inn und­ir Jökli. Lík­ast til um 40 metra hár þar sem hann er hæst­ur og hátt í 350 metr­ar á lengsta kant,“ seg­ir Run­ólf­ur.

Ljós­mynd/​Run­ólf­ur J. Hauks­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert