Styður ákvörðun Ögmundar

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar styður ákvörðun Ögmundar Jónassonar varðandi afgreiðslu hans á umsókn félags Huangs Nubos um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum. Í pistli á heimasíðu sinni tengir hún málið við mannréttindabrot Kínverja í Tíbet.

„Nubo er meðal annars með starfsemi í Tíbet, þar sem fyrrum húsbændur hans stjórna með pyntingum og morðum, Tíbetar hafa ítrekað óskað eftir því að fólk ferðist ekki til Tíbets, því allur ferðamannaiðnaðurinn þar í landi er byggður á áróðri og blekkingum.

Ég hef um langa hríð fylgst með mannréttindabrotum kínverskra yfirvalda og oft undrast tómlætið hérlendis gagnvart því, það getur ekki verið svo að fólk sé ekki meðvitað um þá einföldu staðreynd að kínversk yfirvöld eiga heimsmet í að framfylgja dauðadómum á borgurum sínum. Það getur ekki verið að fólk sé ekki meðvitað um að verið er að fremja menningarlegt þjóðarmorð í Tíbet,“ segir Birgitta.

Pistill Birgittu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka