„Tvísköttun á kolefnislosun“

Álverið í Straumsvík
Álverið í Straumsvík Þorvaldur Örn Kristmundsson

Sam­tök álfram­leiðenda á Íslandi lýsa undr­un sinni á um­mæl­um Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, fjár­málaráðherra, í frétt­um um kol­efn­is­skatta og ís­lensk­an iðnað.

Í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um er vitnað í orð ráðherra í frétt­um Rík­is­sjón­varps­ins um að aldrei hefði verið samið um að al­menn­ar skatta­hækk­an­ir kæmu ekki við þessi fyr­ir­tæki, auk þess sem það væri ekki sann­gjarnt að þess­ar at­vinnu­grein­ar greiddu ekki kol­efn­is­gjald þegar aðrar grein­ar gerðu það.

„Hér hlýt­ur að vera um mis­skiln­ing að ræða. Íslensk­ur áliðnaður fell­ur nú þegar und­ir viðskipta­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins með los­un­ar­heim­ild­ir, ETS, en því kerfi er ætlað að  skapa hagræna hvata fyr­ir fyr­ir­tæki til að draga úr los­un. Raun­ar er það kerfi eins­dæmi í heim­in­um en áliðnaður utan Evr­ópu greiðir eng­in slík gjöld. Með upp­töku kol­efn­is­gjalds til viðbót­ar gjald­töku vegna ETS eru ís­lensk stjórn­völd að skerða veru­lega sam­keppn­is­hæfni áliðnaðar hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Hug­mynd­ir fjár­málaráðherra fela því í sér tví­skött­un á kol­efn­is­los­un áliðnaðar á Íslandi sem tíðkast hvergi ann­ars staðar. Þær eru jafn­framt skýrt brot á sam­komu­lagi því sem gert var við stjórn­völd í des­em­ber 2009, auk þess sem þær brjóta í bága við ákvæði fjár­fest­ing­ar­samn­inga.“

Sam­tök­in segja að sam­komu­lagið hafi jafn­framt falið í sér inn­leiðingu tíma­bund­ins raf­orku­skatts og fyr­ir­fram­greiðslu tekju­skatts þess­ara fyr­ir­tækja á tíma­bil­inu 2010-2012 í ljósi erfiðrar stöðu rík­is­sjóðs.

„Þau áform sem nú hafa verið kynnt brjóta því einnig gegn ákvæðum um raf­orku­skatt, þar sem fyr­ir­hugað er að festa hann í sessi. Í þessu sam­hengi má benda á að  Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn hef­ur í skatta­til­lög­um sín­um til Fjár­málaráðuneyt­is­ins varað stjórn­völd við að leggja nýj­ar og óvænt­ar álög­ur á orku­frek­an iðnað.“

„Eng­in ál­ver, hvorki í Evr­ópu né ann­ars staðar í heim­in­um, greiða kol­efn­is­gjald af því tagi sem áform eru uppi um að leggja á hér á landi. Full­yrðing­ar um að Ísland sé ein­hver skattap­ara­dís, þar sem sam­svar­andi starf­semi sé „skatt­lögð alls staðar er­lend­is”, stand­ast því ekki,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka