Ísland í vetrarklæðum úr geimnum

Ísland í vetrarklæðum
Ísland í vetrarklæðum NASA

Bandaríkjamenn furða sig oft á því að Ísland skuli vera „grænt“ en Grænland hulið ís, en ekki öfugt. Í dag ber Ísland hinsvegar nafn með rentu eins og sjá má á gervihnattamynd Nasa því eyjan skartar skjannahvítum vetrarbúningi frá fjalli til fjöru.

Ef marka má veðurspá næstu daga verður landið áfram hvítt næstu daga, því Veðurstofa Íslands spáir frosti á bilinu 0 til -12 stig út vikuna og verður kaldast í innsveitum fyrir norðan.

Þessi fallega mynd er tekin úr Modis-gervihnetti kl. 13:39 í dag og fékk Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hana í hendur í gegnum Dundee Satellite Receiving Station í Bretlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert