Stóra kvótafrumvarpið mikið breytt

Mbl.is/Brynjar Gauti

Ákvæði um bann við veðsetn­ingu afla­heim­ilda, sem voru í frum­varpi að breyt­ingu laga um stjórn fisk­veiða í vor, hef­ur verið fellt út í drög­um að nýju frum­varpi sem sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið birt­ir í dag. Tals­vert aðrar áhersl­ur eru í drög­un­um en voru frum­varpi sem lagt var fram á þingi í vor.

Í vor lagði sjáv­ar­út­vegs­ráðherra fram frum­varp sem fól í sér ný heild­ar­lög um stjórn fisk­veiða. Nú legg­ur hann hins veg­ar fram frum­varp um breyt­ing­ar á nú­ver­andi lög­um.

Meðal helstu breyt­inga sem gerðar hafa verið má nefna að frum­varpið í vor kvað á um bann við veðsetn­ingu afla­heim­ilda en ekk­ert er minnst á veðsetn­ingu í frum­varp­inu, eins og vinnu­skjal frá ráðuneyt­inu, sem birt var nú síðdeg­is, lít­ur út.

Þá er nú kveðið á um að samn­ing­ar um nýt­ing­ar­leyfi á afla­heim­ild­um verði í upp­hafi að jafnaði til 20 ára, og að nýt­ing­ar­leyf­is­hafi eigi rétt á viðræðum um end­ur­skoðun og hugs­an­lega fram­leng­ingu samn­ings. Í frum­varp­inu í vor var lagt til að nýt­ing­ar­leyfið væri að jafnaði til 15 ára.

Einnig hafa ákvæði um framsal afla­heim­ilda á milli út­gerðarfyr­ir­tækja og skipa tekið  breyt­ing­um og í stað þess að í fyrstu máls­grein ákvæðis um það sé skýr meg­in­regla um bann við framsali afla­heim­ilda er nú tekið fram að slíkt framsal sé bundið skil­yrðum og tak­mörk­un­um sem svo eru tald­ar upp í ít­ar­legu máli.

Drög að nýju frum­varpi, ásamt at­huga­semd­um og álits­gerðum, liggja nú frammi á vef ráðuneyt­is­ins þar sem hags­munaaðilum og öll­um al­menn­ingi gefst kost­ur á að kynna sér það og koma fram með ábend­ing­ar og at­huga­semd­ir. Mik­ill ágrein­ing­ur varð um fyrra frum­varpið sem lagt var fyr­ir í vor. Ágrein­ing­ur­inn náði  inn í raðir allra þing­flokka og fékk frum­varpið af­greiðslu á síðasta þingi. Það frum­varp var til­laga um heild­ar­end­ur­skoðun á lög­um nr. 116/​2006 um stjórn fisk­veiða. Nýju drög­in eru hins veg­ar lögð fram sem frum­varp til breyt­inga á nú­gild­andi lög­um.

Í starfs­hóp ráðuneyt­is­ins voru Aðal­steinn Bald­urs­son, formaður Verka­lýðsfé­lags­ins Fram­sýn­ar á Húsa­vík, Atli Gísla­son, hrl. og alþing­ismaður, Jó­hann Guðmunds­son skrif­stofu­stjóri og Jón Eðvald Friðriks­son, fram­kvæmda­stjóri FISK á Sauðár­króki.

Frum­varp til laga um breyt­ing­ar á lög­um nr. 116/​2006 um stjórn fisk­veiða, heild­ar­end­ur­skoðun, má lesa hér.

Frum­varpið frá vorþingi má lesa hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka